Mjög mikið er spurt um það hér í Grundarfirði hvað líði áformum um þverun Kolgrafarfjarðar.  Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar í síðustu viku er vinna við að útbúa útboðsgögn vegna framkvæmdarinnar nú á lokastigi.

Búið er að auglýsa verkið á EES-svæðinu, en það þarf að gerast með góðum fyrirvara.

Áform eru uppi um að tilboð verði opnuð í byrjun mars n.k., að verkið geti hafist í byrjun apríl en að verklok verði haustið 2005. Er það frávik frá fyrri áætlunum sem gerðu ráð fyrir verklokum 2004, en helgast af nauðsynlegum verktíma fyrir framkvæmdina.