Grundfirskur verðlaunahundur

 
29. júní 2007
Íslenski fjárhundurinn Kirkjufells-Kappi varð íslenskur meistari á sumarsýningu Hundaræktarfélags Íslands sem haldin var um síðustu helgi í reiðhöllinni í Víðidal. Eigandi og ræktandi hundsins, Herdís G. Tómasdóttir í Grundarfirði var að vonum bæði glöð og stolt yfir titlinum. Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þarf hundur að hafa unnið þrjú meistarastig hjá þremur mismunandi dómurum á þremur sýningum. Til gamans má geta þess að hálfsystir Kappa frá sama ræktanda vann hvolpaflokk 7-9 mánaða hvolpa af tegundinni íslenskur fjárhundur og hafnaði í fjórða sæti sem besti hvolpur sýningar. 

Frétt í Skessuhorni.