Mynd af Facebook-síðu Kvenfélagsins Gleym-mér-ei, febrúar 2020.
Mynd af Facebook-síðu Kvenfélagsins Gleym-mér-ei, febrúar 2020.

Grundarfjarðarbær sendir félagskonum í Kvenfélaginu Gleym-mér-ei góðar kveðjur á degi kvenfélagskonunnar, 1. febrúar, sem og kvenfélagskonum um allt land. Um leið er kvenfélagskonum þakkað fyrir ómetanleg störf þeirra í þágu íbúa og samfélags í áratugi.  

1. febrúar er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, árið 1930, og var dagurinn formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna.  

Kvenfélagið Gleym-mér-ei var stofnað árið 1932 og verður því 90 ára á næsta ári.  Í félaginu eru um 70 konur, en íbúar Grundarfjarðarbæjar eru um 870. 

Meðfylgjandi mynd var tekin á aðalfundi félagsins í Sögumiðstöðinni í byrjun febrúar 2020.