Kvenfélagskonur 23. júlí 1939, mynd úr safni Bærings Cecilssonar.
Kvenfélagskonur 23. júlí 1939, mynd úr safni Bærings Cecilssonar.
 

Grundarfjarðarbær sendir félagskonum í Kvenfélaginu Gleym-mér-ei góðar kveðjur á degi kvenfélagskonunnar, 1. febrúar, sem og kvenfélagskonum um allt land. Um leið er kvenfélagskonum þakkað fyrir ómetanleg störf þeirra í þágu íbúa og samfélags í áratugi.  

1. febrúar er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, árið 1930, og var dagurinn formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna.  

Kvenfélagið Gleym-mér-ei var stofnað af 17 konum þann 10. júlí 1932 og verður því 90 ára í sumar. Í félaginu eru í dag um 70 konur, en íbúar Grundarfjarðarbæjar eru um 840. 

Í tilefni dagsins splæsum við í þrefalda Sjöu vikunnar og birtum 21 mynd úr ljósmyndasafni Bærings Cecilssonar. Myndirnar eru tileinkaðar fjölbreyttu starfi kvenfélagskvenna á liðnum áratugum.  (Ýtið á 1-2-3 fyrir ofan myndasafnið, til að fletta á milli Sjöa).

Til hamingju með daginn!