Vegna rafstrengsframkvæmda við Grundargötu 4-28.

 

RARIK óskaði eftir því við Grundarfjarðarbæ í haust  að fá að leggja háspennustreng frá nýju tengivirki Landsnets sem er rétt ofan við iðnaðarsvæðið og skammt frá Kverná að spennistöðinni við Borgarbraut 2b (neðan við Arion banka húsið).

 

 

Samkvæmt samkomulagi milli Rarik, Vegagerðarinnar og bæjaryfirvalda í Grundarfjarðarbæ var ákveðið að leggja rafstrenginn undir gangstéttina sjávarmegin í Grundargötunni ofan við hús nr 4-28.  Að skoðuðu máli þótti það heppilegasta leiðin. Við þessa framkvæmd var nauðsynlegt að fjarlægja gangstéttina sem fyrir var þarna.

 

Hugmyndir komu upp um að breikka gangstéttina, sem var aðeins ca. 1 meter og gera hana 1,8 meter þannig að fólk geti gengið þar samhliða með góðu móti.

Við þessa hugmynd bæjarins var  Vegagerðin fengin til þess að útfæra tillögu að götunni með nýrri gangstétt.  Gatan er þjóðvegur í þéttbýli og skal því haft samráð við Vegagerðina um framkvæmdina.

 

Hugmynd að frágangi götunnar liggur nú fyrir. Á meðfylgjandi teikningum af fyrirhugaðri framkvæmd mun bílastæðum eitthvað fækka við götuna, en þá eingöngu hjá þeim húseigendum, sem nú þegar hafa einnig bílastæði í götunni neðan við Grundargötu og ofan við húsnæði Soffanísar Cesilssonar, hús nr. 16, 18, 20, og 24.

 

Til að halda bílastæðum og 1,8 m breiðri gangstétt þá þarf að klípa allt að 60 cm rönd af lóðinni við hús nr. 26 – 28 inn á gangstétt hússins sem steyptar verða saman. Teikningin miðast við það.

 

Með dreifibréfi þessu vill Grundarfjarðarbær kynna tillöguna fyrir öllum hagsmunaaðilum.

 

Ef óska er eftrir nánari upplýsingum geta íbúar/húseigendur við götuna haft samband við Skipulags- og Byggingarfulltrúann á bæjarskrifstofunni og fengið nánari útskýringar.

Vilji málsaðilar gera athugasemdir við þessa framkvæmdatillögu skal slíkum athugasemdum skilað inn til skipulags- og byggingarfulltrúa.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar í ráðuhúsinu Borgarbraut 16. 350 Grundarfirði fyrir 15. janúar 2018.

 

Að sjálfsögðu valda framkvæmdir af þessum toga óþægindum á meðan á þeim stendur og er beðist velvirðingar á þeim.

 

Rætt hefur verið við Rarik um að vinna verkið með tilliti til þess að óþægindi vegna framkvæmdarinnar verði eins lítil og mögulegt er.

 

f.h. Grundarfjarðarbæjar

Byggingar- og skipulagsfulltrúi.