Töluvert hefur borið á ónæði af völdum katta upp á síðkastið. Kattaeigendum er því bent á að kattahald í þéttbýli Grundarfjarðar er óheimilt nema með sérstakri undanþágu og leyfi til kattahalds. Í dag er virkt leyfi fyrir einn kött í bænum.

 

Kattaeigendur eru hvattir til að sækja um leyfi til kattahalds í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar um kattahald frá árinu 2005. 

Sérstaklega er bent á að eigendum katta er skylt að gæta þess að kettir þeirra valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifnaði eða raski ró manna. Einnig ber kattaeigendum að bæta tjón sem kettir þeirra valda.