Til viðskiptavina Grundarfjarðarhafnar – um umferð á Norðurgarði vegna framkvæmda

 18. ágúst 2020

Framkvæmdir við þekju Norðurgarðs, elsta hluta.

 Vegna framkvæmda við þekju á elsta hluta Norðurgarðs frá ísverksmiðju og upp, verður að takmarka umferð á því svæði í um 3 mánuði. Á þessu tímabili, samhliða viðgerðunum, fer einnig fram keyrsla á grjóti í nýja viðlegu.

Hafnarstjóri biður viðskiptaaðila að taka tillit til þessa verkefnis meðan á því stendur og virða takmarkanir á umferð.

 Besta leiðin til að vinna við landanir skipa á þessu svæði eru:

1. Að bifreiðum sé ekki lagt við skipshlið í landlegum

2. Olíuafgreiðsla til skipa verði ekki á meðan löndun stendur

3. Að virða vinnu hvers annars á svæðinu og forgangsraða umferð

 Kveðja,

Hafsteinn Garðarsson

Hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar