Í dag, 21. júní, voru tilboð í „hverfisvæna leið“ opnuð hjá Vegagerðinni. Eitt tilboð barst í verkið frá Dodds ehf. Tilboðið hljóðaði upp á 20,9 milljónir. Kostnaðaráætlun hönnuða var 21 milljón. Ekki er búið að taka afstöðu til tilboðsins.

 

Um er að ræða sérstakt verkefni sem felst í breytingu (öryggisaðgerðum) á Grundargötu sem er þjóðvegur. Gatan verður m.a. mjókkuð og á hana verða settar umferðareyjur, „upphækkanir/bugður“ og kantar. Í framkvæmdinni felst m.a. að lagt verður nýtt malbik á götuna, alls 1700 m2, og steyptir kantsteinar meðfram, alls 2700 m. Verklok eru 1. september 2005.