Á heimasíðu Vegagerðarinnar (www.vegagerdin.is) er að finna frétt af opnun tilboða í þverun Kolgrafarfjarðar sem fram fór í dag.

Nánar tiltekið er lýsing verksins, Snæfellsnesvegur (54), um Kolgrafarfjörð, svohljóðandi:

 

,,Leggja skal nýjan veg og smíða brú yfir Kolgrafafjörð auk tenginga. Alls er lengd nýja kaflans um 7,3 km, þar af 230 m löng steypt eftirspennt brú, um 530 m löng fylling í sjó og um 500 m löng fylling yfir lón (Hópið).

Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.

Helstu magntölur: Vegur og leiðigarðar: fyllingar 508.000 m3, neðra burðarlag 35.000 m3, efra burðarlag 12.000 m3, tvöföld klæðing 50.000 m2, fláafleygar 20.000 m3, skeringar 115.000 m3, grjótvörn 60.500 m3, síulag 48.000 m3, vegrið 3.800 m. Brú: mót 4.500 m2, steypustyrktarjárn 114,6 t, steypa 2.400 m3, spennt járnalögn 59,5 t, vegrið á brú og fyllingu 536 m.

Verki skal vera að fullu lokið þann 1. október 2005.”

 

 

Kostnaðaráætlun (áætlaður verktakakostnaður) hljóðaði upp á 625.520.086 kr. Alls bárust 12 tilboð í verkið.

Hið hæsta var frá Ístaki hf. í Reykjavík upp á 682,6 millj. kr. eða 109,1% af kostnaðaráætlun. Hið lægsta var frá Jarðvélum ehf. í Kópavogi upp á 516,8 millj. kr. eða 82,6% af kostnaðaráætlun. Alls 5 tilboð voru hærri en kostnaðaráætlun, en 7 voru lægri.

Það athugist að vafalaust eru þessar tölur og tilboðin sjálf enn óyfirfarin og metist í því ljósi.