Inflúensubólusetning á HVE-Grundarfirði

 

Forgangshópar boðnir velkomnir nk. mánudag 20.okt milli 11-12:00 og 14-15:00. Ekki þarf að hringja og panta tíma! Fleiri tímar verða í boði. Auglýst síðar.

Forgangshópar:

  • Allir 60 ára og eldri.
  • Öll börn fædd 1.1.2021 - 30.6.2025 og hafa náð 6 mán aldri.
  • Allir sem þjást af undirliggjandi hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Barnshafandi konur.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast eintaklinga í áhættuhópum.
  • Fólk í starfstengdri áhættu v/samsmits við fuglainflúensu. (Sjá á síðu Landlæknis).

Kv. Starfsfólk HVE-Grundarfirði