Kæru Grundfirðingar

Við viljum benda á að ef þið teljið ykkur þurfa að fara í covid skimun þá væri best að hafa samband við okkur fyrir kl. 09:00 á morgnana þar sem við þurfum að keyra sýnin suður til úrvinnslu.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi covid þá eru mjög góðar upplýsingar inni á heimasíðunni covid.is og ef ykkur vantar upplýsingar varðandi ferðalög þá bendum við á síðuna travel.covid.is og 1700 þar sem hjúkrunarfræðingar veita ráðgjöf.

Eins er alltaf velkomið að heyra í okkur í síma 432-1350 eða 1700 til að fá frekari upplýsingar.

 

Með þökk,

HVE - Grundarfirði