Kæru foreldrar/forráðamenn/bæjarbúar og aðrir gestir

Við erum með miður skemmtilegar fréttir. Við neyðumst til að loka hliðiðnu inn í stóragarðinn í nokkra daga á meðan leikskóla stendur og einnig eftir lokun vegna slæmrar umgengni á leikskólalóðinni og mikið af ferðamönnum sem eru að koma inn í garðinn á leikskólatíma sem við kærum okkur ekki um.

Þegar starfsfólk mætir í vinnuna blasir við okkur alls konar óþrifnaður og við þurfum að byrja daginn á að fara út í garð og taka til.

Ef dæmi má nefna af því sem finnst í garðinum er:

  • Mikið rusl
  • Matarleifar
  • Dósir/bjórdósir
  • Glerbrot
  • Nikótínpúðar
  • Sígarettustubbar
  • Hundaskítur

Við vonumst eftir því að umgengnin um garðinn verði betri því okkur finnst leiðinlegt að þurfa læsa garðinum og hefta notkun og aðgang að honum.

Stöndum saman og förum vel með það sem við eigum öll

Með góðri kveðju Starfsfólk leikskólans Sólvalla

Vinátta – Virðing - Vinsemd