Þann 1. febrúar 2006 munu sýslumennirnir í Stykkishólmi, Búðardal og Borgarnesi, taka við störfum umboðsmanna skattstjóra Vesturlandsumdæmis. Bæjarskrifstofa Grundarfjarðar sinnir því ekki lengur umboði skattsjtóra Vesturlandsumdæmis.

 

Þetta þýðir að eyðublöð frá ríkisskattstjóra liggja ekki frammi á bæjarskrifstofu og skrifstofan hefur ekki umboð til að taka á móti skattframtölum, launamiðum o.s.frv. Öll eyðublöð rsk má fá rafrænt á vefnum www.rsk.is. Að öðru leyti gefa sýslumaður Snæfellinga og skattstofa Vesturlands frekari upplýsingar.

 

Sýslumaður Snæfellinga, s: 430-4100

Skattstofa Vesturlands, 430-2900

 

Bæjarstjóri