Eins og íbúar hafa orðið varir við í morgun, er vatnslaust í bænum.

Unnið var að viðgerð á stofnæð vatnsveitunnar, á athafnasvæðinu við Kverná, í gærkvöldi og fram eftir nóttu.

Það óhapp átti sér svo stað í morgun að viðgerð gaf sig og stofnæðin fór í sundur. Vatnsbirgðir úr miðlunartankinum eru uppurnar og því vatnslaust í bænum. Pípulagningarverktakar bæjarins vinna að viðgerð en ljóst er að hún getur tekið einhvern tíma. Viðbúið er að vatnslaust verði eitthvað fram eftir degi.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem óhjákvæmilega hjótast af þessu. 

Kl. 11.00 : Nú um kl. 11.00 er staðan þannig að slökkvilið bæjarins vinnur að dælingu vatnsins þar sem lögnin fór í sundur. Píparar vonast til að geta gert bráðabirgðatengingu sem fyrst þannig að vatn streymi inn á miðlunartankinn/vatnstankinn fyrir ofan byggðina, og síðan áfram í hús bæjarins.