Skýringarmynd frá Veitum
Skýringarmynd frá Veitum

Fréttatilkynning frá Veitum:

Kæru íbúar

Á næstunni hefja Veitur framkvæmdir við Fagurhól og efsta hluta Eyrarvegar. Þar munum við endurnýja og stækka kaldavatnslögn til að tryggja að öll fái neysluvatn til sín til framtíðar.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í vikunni og er gefinn verktími fram í miðjan október. Það er vissulega áætlun sem getur tekið breytingum eftir því sem fram vindur. 

Framkvæmdirnar sjálfar eru að mestu í götusvæði, en verksvæðið nær þó yfir aðliggjandi gangstéttar, eins og sést á skýringarmynd. Gera má ráð fyrir að það þurfi að fleyga (brjóta klöpp) á framkvæmdatímanum með tilheyrandi hávaða. Það er þó nauðsynlegt til að hægt sé að leggja lögnina rétt og endurnýja hana. Hversu mikið það verður mun koma betur í ljós þegar framkvæmdir hefjast.

Fagurhóll verður opinn allan tímann en þó þarf að þrengja götuna. Eyrarvegur verður lokaður við Fagurhól en aðgengi íbúa tryggt allan tímann. Við einstaka hús verða innkeyrslur þveraðar og því ekki aðgengilegar. Við munum gera það sem við getum til að takmarka tímann sem það stendur yfir. 

Aðgengi hjólandi og gangandi vegfarenda verður tryggt og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks. Gengið verður frá yfirborði að framkvæmd lokinni.

Nánari upplýsingar ásamt mynd af vinnusvæði má finna á vef okkar https://www.veitur.is/p/grundarfjardarbaer

Verktaki í verkinu er Almenna umhverfisþjónustan ehf.

Veitur endurnýja lagnir til að tryggja öllum íbúum nauðsynlega innviði og lífsgæði til framtíðar.

Með kveðju,
starfsfólk Veitna