Vinnuskólinn mun hefja starfsemi mánudaginn 2. júní 2008.  Unglingum er gefinn kostur á því að taka þátt í starfi vinnuskólans á öðru af tveimur tímabilunum í sumar. Fyrra tímabilið hefst 2. júní og stendur til 3. júlí að báðum dögum meðtöldum. Seinna tímabilið hefst 30. júní og stendur til 31. júlí að báðum dögum meðtöldum.  Starfsemin verður mánudaga til fimmtudags í hverri viku frá kl. 08:30-12:00.  Vinnuskólinn starfar ekki á föstudögum.

 

Skráning er hafin fyrir vinnuskólann og eru þau sem hug hafa á að taka þátt hvött til þess að skrá sig sem fyrst.

 

Laun eru 366 kr. á tímann fyrir unglinga í 8. bekk fædda 1994, 426 kr. á tímann fyrir unglinga í 9. bekk fædda 1993 og 520 kr. fyrir unglinga í 10. bekk fædda 1992.

 

Klæðnaður skal hæfa veðráttu og eðli vinnunnar.  Helstu verkefni verða fegrun umhverfisins, götusópun og umhirða gróðurs.

 

Skráningarblöð má nálgast í grunnskólanum og á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar.

 

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá verkstjóra í síma 695 2198.

 

Með kveðju,

 

Ingibjörg Sigurðardóttir.