Boðaðar hafa verið verkfallsaðgerðir Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu (SDS) á næstu vikum. Aðgerðirnar standa í einn til tvo daga í senn, sem hér segir:

 

- 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars, 31. mars og 1. apríl.

- Ótímabundið verkfall er boðað frá og með 15. apríl, hafi samningar ekki náðst.

 

Forstöðumenn hverrar stofnunar bæjarins sjá til þess að starfsemi og þjónusta raskist ekki meira en nauðsynlegt er og skipuleggja starfsemi stofnana sinna með tilliti til verkfallsaðgerðanna. Það liggur þó fyrir að þjónusta mun skerðast.

 

Horft er til einnar viku í senn og hér að neðan er það sem helst ber að nefna fyrir komandi viku.

 

 

Athugið að þetta á við um verkfallsdagana, mánudag 9. mars og þriðjudag 10. mars: 

 

Leikskólinn Sólvellir

-  Músadeild – yngri börn; opin að hluta, börnum verður skipt á daga, skv. nánara fyrirkomulagi sem leikskólastjóri kynnir foreldrum

-  Músadeild, eldri börn, og drekadeild; lokað mánudag og þriðjudag

-  Allar máltíðir verða í boði

-  Leikskólagjöld verða endurgreidd fyrir þann tíma sem barn fær ekki þjónustu vegna verkfalls

 

Grunnskóli Grundarfjarðar

-  Kennsla verður samkvæmt stundaskrá grunnskóla

-  Heilsdagsskólinn lokar báða dagana

-  Eldhamrar verða opnir að hluta, en með verulega skertri þjónustu

-  Símsvörun verður í lágmarki

-  Gæsla verður takmörkuð, en öryggi og vellíðan nemenda verður þó tryggð

-  Enginn stuðningur verður í bekkjum

-  Skólabókasafn verður lokað

-  Hafragrautur verður ekki í boði að morgni, en hádegismatur verður í boði

-  Þjónustugjöld verða endurgreidd fyrir þann tíma sem barn fær ekki þjónustu (heilsdagsskóli og Eldhamrar) vegna verkfalls

 

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

-  Kennsla verður samkvæmt stundaskrá

 

Íþróttahúsið

-  Íþróttahús verður lokað eftir kl. 15.50 sem þýðir að æfingar á vegum UMFG fara ekki fram í íþróttahúsinu

-  Heitir pottar lokaðir báða dagana

 

Bæjarskrifstofa

-  Skert símsvörun. Bent er á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is vegna erinda.

-  Engin viðvera hjá skipulags- og byggingarfulltrúaembætti. Bent er á netfangið bygg@grundarfjordur.is vegna fyrirspurna og erinda.

 

Heimilishjálp, félagsleg heimaþjónusta

-  Fellur niður þessa tvo daga

 

Félagsmiðstöð unglinga

-  Óskert þjónusta

 

Bókasafn og upplýsingamiðstöð

-  Óskert þjónusta

 

Grundarfjarðarhöfn

-  Óskert þjónusta

 

 

Grundarfirði, 5. mars 2020

Bæjarstjórinn í Grundarfirði