Niðurfelling fasteignaskatts í Grundarfjarðarbæ er tekjutengd.

Heimilt er að fella niður fasteignaskatt af íbúðum elli- og örorkulífeyris­þega, séu þeir innan eftirfarandi tekjumarka:

a) Ef um er að ræða einstaklinga;

- með brúttótekjur undir 1.436.000 kr., getur niðurfelling orðið 100%

- með brúttótekjur undir 1.516.000 kr., getur niðurfelling orðið 70%

- með brúttótekjur undir 1.779.000 kr., getur niðurfelling orðið 30%

 

b) Ef um er að ræða hjón;

- með brúttótekjur allt að 2.620.000 kr., getur niðurfelling orðið 100%

- með brúttótekjur allt að 2.682.000 kr., getur niðurfelling orðið 70%

- með brúttótekjur allt að 2.760.000 kr., getur niðurfelling orðið 30%

 

 

Miðað er við tekjur ársins 2002, þ.e.a.s. álagningu 2003.

Ef verulegar breytingar verða á tekjum gjaldanda milli áranna 2002 og 2003, er hægt að taka tillit til tekna 2003.

 

Við fráfall maka nýtur elli- eða örorkulífeyrisþegi 100% niðurfellingar fasteignaskatts það ár sem maki andast.

Árið eftir nýtur makinn 50% niðurfellingar skattsins. Hann getur þó átt rétt á meiri niðurfellingu með tilliti til tekna sinna.

 

Einungis er heimilt að fella niður skatt af íbúðarhúsnæði í eigu elli- eða örorkulífeyrisþega.

Það er skilyrði að viðkomandi búi í eign sinni.

 

Niðurfelling getur þó aldrei orðið hærri en 42.500 kr.

 

Skila þarf umsóknum um niðurfellingu fasteignaskatts á Bæjarskrifstofu Grundarfjaðar á sérstökum eyðublöðum sem þar fást fyrir 15. janúar 2004.

 

Ef frekari upplýsinga er þörf, gerið svo vel að hringja á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í síma 430-8500.

 

Bæjarstjórinn í Grundarfirði

janúar 2004