Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Í ljósi kringumstæðna í samfélaginu er minnt á sóttvarnir!

Nú gilda 1 metra nálægðartakmörk. Bera þarf grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, s.s. í fjölmennum verslunum, almenningssamgöngum og álíka. Þetta gildir t.d. um gesti í sameiginlegum rýmum íþróttahúss/sundlaugar. 
 
Grundarfjarðarbær minnir á að öflugasta vörnin við veirunni er að huga að eigin smitvörnum og taka tillit til annarra. Mikilvægt er að þvo hendur reglulega, spritta, halda eins metra fjarlægð og halda sig heima ef einkenni gera vart við sig. 

Ef grunur leikur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæsluna í gegnum síma (HVE Grundarfirði s. 432-1350) eða við netspjall á vefnum heilsuvera.is eða við Læknavaktina í síma 1700. Heilbrigðisstarfsfólk ráðleggur þá um næstu skref.

Leikskólinn Sólvellir mælist nú til þess að foreldrar fylgi börnum sínum að aðalinngangi, en komi ekki sjálfir inní anddyri og fataklefa. Starfsfólk tekur á móti börnunum þar, en þetta fyrirkomulag var viðhaft á tímabili síðastliðinn vetur.

Íbúar Grundarfjarðarbæjar sem og aðrir gestir eru beðnir um að lágmarka heimsóknir sínar í stofnanir sveitarfélagsins eins og kostur er. Mælst er til þess að nota í staðinn síma eða tölvupóst fyrir þjónustu eða upplýsingar. Hér má nálgast upplýsingar um netföng, síma og opnunartíma stofnana. 

Nýjustu reglur um sóttvarnir og samkomutakmarkanir má finna hér

Upplýsingar um sóttkví, einangrun og fleira má nálgast á covid.is

Upplýsingar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um sýnatöku og fleira á hve.is.

Stöndum saman um sóttvarnir og heilsu okkar og annarra!