Í byrjun september fóru fram íbúafundir í Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ um mögulega sameiningu sveitarfélaganna þriggja. Dagskrá fundanna fól í sér stöðuyfirlit sveitarfélaganna, niðurstöður netkönnunar, mögulegar sviðsmyndir framtíðarinnar og áherslur og framtíðarsýn íbúa.

Inntak fundanna var að safna upplýsingum um hugarfar íbúa til sameiningar og hver framtíðarsýn þeirra væri með tilliti til mögulegrar sameiningar. Fundarglærur eru nú aðgengilegar á heimasíðum Stykkishólmsbæjar og Grundarfjarðarbæjar.

 

Í kjölfar íbúafundanna voru starfsmenn og aðrir fulltrúar hvers málaflokks sveitarfélaganna boðaðir á umræðufundi. Markmið fundanna var að skilgreina kosti og gallar sameiningar eftir málaflokkum auk þess hvort og þá hvernig sameining myndi bæta þjónustustig til íbúa í nýju sveitarfélagi.

Afrakstur þessara funda ásamt ítarlegri greiningu á fjárhagslegri stöðu sveitarfélaganna, kostir og gallar sameiningar og upplýsingar um stjórnsýslulega útfærslu mögulegrar sameiningar verða kynntar íbúum þegar niðurstöður úr vinnu sameiningarnefndar liggja fyrir.

 

Með kærri kveðju,
Sameiningarnefnd Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

Fundaglærur af íbúafundi í Grundarfirði.