Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 15.desember 2011 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi  samhliða auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi, skv. 41.gr.skipulagslaga nr.123/2011.  Í tillögunni stækkar hesthúsasvæðið í samræmi við aðalskipulagsbreytinguna.  Þegar hafa verið reist 10 hesthús á svæðinu og er gert ráð fyrir 7 lóðum í viðbót fyrir hesthús og einni lóð fyrir reiðhöll í deiliskipulaginu.

 

Tillögurnar ásamt greinargerðum,verða til sýnis á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar,Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með fimmtudeginum 22. desember nk. til og með 2. Febrúar 2012. Einnig munu tillögurnar verða aðgengilegar á heimasíðu bæjarins www.grundarfjordur.is.  Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með 2. Febrúar 2012. Skila skal skriflegum athugasemdum til umhverfisnefndar bæjarins á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Grundargötu 30. 350 Grundarfirði.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna, teljast henni samþykkir.

 

Grundarfirði,

17.desember 2011                                                                                                  

Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðarbæjar