Tilraunalandið verður í Grundarfirði miðvikudaginn 7. júlí 2010 við Samkomuhúsið frá kl. 12:00 til 18:00. Þar sem komið verður upp tveimur vögnum með fjörugum tilraunum. Um er að ræða samstarfsverkefni Norræna hússins, Háskóla Íslands og Landsvirkjunar. Markmið sýningarinnar er að kynna og kanna undraheima vísindanna, veita innblástur og vekja forvitni. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir.

Sjá nánar kynningu á sýningunni.