Eftir glæsilega flugeldasýningu Grundfirðinga um áramótin eru allir, sem nutu þess að skjóta upp flugeldum og tertum, beðnir að taka höndum saman og hreinsa upp leyfar skoteldanna og koma þeim á gámastöðina.

Tökum höndum saman og hreinsum þetta upp og reynum að halda bænum snyrtilegum. Eins og ávallt, þá verður þetta létt verk ef hver og einn hreinsar upp eftir sig.

Gámastöðin er opin virka daga kl. 16:30-18:00 og kl. 12.00-14:00 á laugardögum.