Kennara vantar tímabundið til starfa í Grunnskóla Grundarfjarðar

Meðal kennslugreina er heimilisfræði, textílmennt, tungumálakennsla, kennsla á yngsta- og miðstigi, stærðfræði,  list- og verkgreinar, íþróttir og sund.

50-100% stöðugildi.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Leyfi til þess að nota starfsheitið kennari með áherslu á grunnskólastig
• Leikni í mannlegum samskiptum og færni í að umgangast börn og unglinga
• Skipulagshæfni, stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði
• Faglegur metnaður
• Áhugi og hæfni til að starfa í teymisvinnu
• Góðir samskiptahæfileikar

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og LS.

Umsóknarfrestur er til 4. maí n.k.

Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu.


Nánari upplýsingar veitir Sigurður Gísli Guðjónsson í síma 4308550 eða á netfangið sigurdur@gfb.is