Le Boréal er glæsilegt skip

Nú er runninn upp tími skemmtiferðaskipa í Grundarfirði. Í dag kom Le Boréal í annað sinn á þessu sumri en það mun koma fjórum sinnum á þessu ári. Alls koma 18 skip til Grundarfjarðar á þessu ári og þar af koma 10 í júlí.

Næsta skip kemur fimmtudaginn 12. júlí og er það Artania sem er stærsta skipið sem kemur þetta árið en alls tekur það 1.200 farþega.