Í óveðrinu aðfaranótt sl. sunnudags fauk skyggni, sem er yfir inngangi við suðurenda Grunnskóla Grundarfjarðar, ásamt þakplötum og endaði á sparkvellinum. Girðing umhverfis sparkvöllinn skemmdist talsvert en gervigrasið slapp.