Síðustu tvö ár hefur Snæfellsnesið verið kynnt undir slagorðinu Töfrar Íslands og er þar vísað til hins dulmagnaða og fjölbreytta landslags og náttúru sem þar er að finna. Í nýútkomnum kynningarbæklingi fyrir ferðamenn er Snæfellsnesi skipt upp í þrjú mismunandi svæði, nesið sunnan- og norðanvert og Útnesið þar sem Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er. Númerað kort af hverju svæði fyrir sig, svo og myndir sem sýna staðina sem verið er að vísa til hjálpa ferðamanninum, innlendum sem erlendum að velja þá staði og þau svæði sem þeir vilja helst skoða og kynna sér.

Þórunn Sigþórsdóttir umhverfisfulltrúi Snæfellsness, Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður, Dagný Þórisdóttir bæjarfulltrúi Stykkishólmi, Sigríður Finsen forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði, Guðrún G. Bergmann hótelstjóri og ráðgjafi, Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir hönnuður og Róbert A. Stefánsson líffræðingur.

Hvalir eru farnir að sjást í sjónum út af Snæfellsnesi, flestir farfuglar komnir og refurinn reikar um hraunið í Þjóðgarðinum til mikillar ánægju fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn.

 

Afþreyingarfyrirtæki eru að hefja þjónustu sína hvert af öðru svo og þeir gististaðir sem einungis eru opnir hluta úr ári.

 

Framkvæmdaráð Snæfellsness, sem er samstarfsráð allra sveitarfélaganna á Snæfellsnesihefur haft veg og vanda af útgáfu kynningarbæklingsins. Ráðið fylgir meðal annars umhverfisvottunarverkefni sveitarfélaganna eftir, en þau hafa öll mætt viðmiðum Green Globe, fyrst allar sveitarfélaga á norðurhveli jarðar. Öll hönnunarvinna var unnin af hönnunarfyrirtækinu Vatnsbúðingi í Grundarfirði í samráði við ritnefnd Framkvæmdaráðsins. Er það í samræmi við stefnu sveitarfélaganna að efla fyrirtæki í heimabyggð. Kynningarefni um Snæfellsnes má finna á .www.snaefellsnes.com/