Á síðustu fimmtán árum, frá 1990, hefur íbúum í Grundarfirði fjölgað úr 817 í 938, eða um 14,8%. Íbúar voru flestir 967 talsins árið 2002.

 

Hlutfall íbúa fimmtán ára og yngri í Grundarfirði er með því sem hæst gerist í sveitarfélögum landsins og það hæsta af stærstu sveitarfélögunum á Vesturlandi, en 28% íbúa í Grundarfirði eru 15 ára og yngri.

 

Íbúum 67 ára og eldri hefur fjölgað úr 34 í 69, eða úr 4% í 7% af heildaríbúafjölda á 14 árum.

Um þetta og fleira má lesa í greinargerð bæjarstjóra.