Það var Tómas Logi Hallgrímsson sem bar sigur úr býtum í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar árið 2017 og hlýtur hann að launum kr. 50.000. Móðir hans, Helga Fríða tók við viðurkenningunni fyrir hönd Tómasar. Í öðru sæti varð Hafrún Guðmundsdóttir og fékk hún að launum kr. 30.000 og í því þriðja varð Sverrir Karlsson. Hann fékk viðurkenningu að upphæð kr. 20.000.

 

Grundarfjarðarbær þakkar frábæra þátttöku í Ljósmyndasamkeppninni og óskar sigurvegurunum innilega til hamingju með úrslitin.

 

 

Metþátttaka var í keppninni þetta árið en alls bárust 58 myndir í keppnina sem var undir þemanu: veður.

Dómnefndin var skipuð þeim Aldísi Ásgeirsdóttur, Tómasi Frey Kristjánssyni og Unni Birnu Þórallsdóttur. Hún átti svo sannarlega úr vöndu að ráða því myndirnar voru hver annarri flottari. Eftir að hafa valið tíu myndir í úrslit þá urðu eftirfarandi myndir í efstu þremur sætunum (smellið á mynd til að stækka):

1. sæti - Mynd eftir Tómas Loga Hallgrímsson
 

2. sæti - Mynd eftir Hafrúnu Guðmundsdóttur

3. sæti - Mynd eftir Sverri Karlsson