Bjargey og Íris Birta

Þær Bjargey og Íris Birta komu í heimsókn á bæjarskrifstofuna í gær með afrakstur af tombólu sem þær héldu fyrir þó nokkru síðan. Vildu þær að peningarnir yrðu lagðir inn á vatnsrennibrautarsjóðinn. Alls söfnuðu þær 632 kr. Þeim stöllum eru færðar þakkir fyrir.