Í dag er haldið skólamót tónlistarskólanna á Vesturlandi.  Þar koma saman nemendur frá tónlistarskólum á Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi og Búðardal.  Mót tónlistarskólanna nefnist „TÓN-VEST“. Tónlistarskólarnir hafa haldið álíka mót árlega og þetta árið er það haldið í Stykkishólmi.  Um það bil 10-12 nemendur frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar

taka þátt í mótinu.  Tón-Vest lýkur með samspili allra þátttakenda í hótelinu í Stykkishólmi og verður sú hljómsveit skipuð yfir eitt hundrað einstaklingum.