Hljómsveitin Valdimar heldur tónleika í Samkomuhúsi Grundarfjarðar 22. nóvember í tilefni af nýútkominni plötu þeirra félaga sem heitir Um Stund en nokkur lög af henni hljóma í útvarpinu alla daga. Þetta verða stórkostlegir tónleikar sem enginn Snæfellingur má missa af.
Stórsveit Snæfellsness sem skipuð er nemendum úr FSN mun einnig koma fram á þessum tónleikum og leika nokkur létt og skemmtileg lög.

Miðaverð er aðeins kr 2000 og eru allir velkomnir á tónleikana
Húsið opnar kl 19 en tónleikarnir hefjast kl 20.