Kammersveitin Ísafold heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju mánudaginn 15. ágúst kl. 20.

 

Sveitin er skipuð ungu tónlistarfólki og sérhæfir sig í flutningi tónlstar 20. og 21. aldar. Hún hefur hlotið lof gagnrýnenda og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverlaunanna 2005 sem bjartasta vonin í flokki sígildrar og samtímatónlistar.