Vaskir nemendur í Stórsveit Snæfellsness halda þrenna tónleika í byrjun maí. Stórsveitin er skipuð nemendum í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og er fyrsta starfsári hennar að ljúka. Tónleikarnir verða skemmtilegir fyrir alla aldurshópa. Við leggjum mikið upp úr að lögin séu skemmtileg og einnig að sé góður hljómur en leigt hefur verið gott hljóðkerfi fyrir alla tónleikanna.


Miðaverð er aðeins kr. 1000 en frítt er fyrir börn og ungmenni að 18 ára aldri.

Tónleikarnir í Grundarfirði eru þeir síðustu í röðinni og verða haldnir í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Þessir tónleikar eru í samstarfi við Menningarráð Vesturlands.