Í tilefni þess að Örn Ingi Unnsteinsson, Grundfirðingur, útskrifaðist úr tónlistarskóla FÍH í vor ætlar hann að koma til Grundarfjarðar og halda tónleika með hljómsveit.

Á efnisskránni verða jazzstandardar og frumsamið efni.

Aðgangseyrir er 1000 kr. Frítt er fyrir 14 ára og yngri.

Hljómsveitina skipa: Hilmar Einarsson - píanó

Andri Bjartur Jakobsson - trommur

Örn Ingi Unnsteinsson - bassi

Baldur Tryggvason - gítar

Nánari upplýsingar í síma 438 1881.