Á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí, kl. 14, heldur Stórsveit Snæfellsness tónleika í hátíðarsal FSN í Grundarfirði. 

Stórsveitin er skipuð ungu tónlistarfólki af Snæfellsnesi, nemendum í Fjölbrautskóla Snæfellinga og að þessu sinni munu eldri félagar einnig leggja sveitinni lið.
Fönkið verður í forgrunni á tónleikunum og af því tilefni hefur sveitin fengið til liðs við sig básúnuleikarann og hljómsveitarstjó...rann Samúel Jón Samúelsson, sem hefur t.d. spilað með Jagúar, SJS Big Band, Hjálmum og fleirum. Flutt verða lög eftir hann sem hann hefur útsett sérstaklega fyrir sveitina og hann mun einnig spila með. Þá mun sveitin spila frumsamið efni sem krakkarnir hafa unnið að í vetur.
Stjórnandi Stórsveitar Snæfellsness er Símon Karl Sigurðarson.
Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og fyrirtækjum á Snæfellsnesi.
Miðaverð er kr. 1.500, en frítt fyrir yngri en 18 ára.