Þriðjudagskvöldið 22. nóvember kl 20.00 mun Stórsveit Fjölbrautaskóla Snæfellinga halda sína fyrstu tónleika og verða þeir í matsal FSN. Stórsveitin er nýr áfangi í skólanum og er samstarfsverkefni tónlistarskólanna á Snæfellsnesi og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Í sveitinni eru 15 nemendur og vonandi mun Stórsveitin vaxa og dafna um ókomin ár.

Við vonumst til að sjá sem flesta og heyra skemmtileg lög úr ýmsum áttum.