Stórsveit Snæfellsness er áfangi í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og er sveitin skipuð 19 snillingum. Hausttónleikar sveitarinnar verða fimmtudagskvöldið 29. nóv. og hefjast þeir kl 20:00. Efnisskráin er ekki af verri endanum og munu hljóma lög eftir t.d.  þessa meistara: Metallica, Rage against the machine, Ozzy Osbourne, Weather report, Boston, Adele og fleiri og fleiri.

 

Aðgangur er ókeypis og við hvetjum alla Snæfellinga til að mæta og eiga skemmtilega kvöldstund í matsal FSN kl 20:00.

Eftir tónleikanna mun svo vera aðalfundur félags Stórsveitar Snæfellsness og er öllum velkomið að skrá sig í félagið og verða þar með stofnfélagar.

 

Einnig er öllum frjálst að sitja fundinn og heyra hvað hefur verið gert á fyrsta starfsári félagsins.