Stórsveitin er skipuð ungmennum sem eru í námi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga og er sveitin að æfa tvisvar í viku að staðaldri og er áfangi í námi þeirra við FSN.

 

Mánudaginn 22. apríl eru tónleikar í sal FSN kl 19:30.

Á efnisskránni eru lög sem brúar bilið á mili kynslóða. T.d. má nefna lög eftir Bítlanna, James Brown, Stevie Wonder og Hauk Morthens. Einnig er tónlist eftir Adele, Michael Jackson og fleiri yngri tónlistarmenn. Þetta er metnaðarfull dagskrá sem flutt verður og vonandi munu sem flestir fjölmenna á þessa glæsilegu tónleika.

 

Stórsveitin vill sérstaklega bjóða eldri borgurum á tónleika og fá þeir frían aðgang að þeim. Einnig er ókeypis aðgangur fyrir 18 ára og yngri. Miðaverð er aðeins 1000 kr.

 

Þess má geta að meðlimir Stórsveitar Snæfellsness koma af öllu Snæfellsnesi.