Verkefnið „Tónlist fyrir alla“ er orðið vel þekkt en ár hvert eru valdir tónlistarmenn sem koma í skóla landsins með tónlistardagskrá.  Í gærmorgun fékk Grunnskóli Grundarfjarðar Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, söngkonu og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanóleikara í heimsókn og voru þær með skemmtilega dagskrá í kirkjunni fyrir nemendur skólans.

Ekki var hægt að sjá annað en allir hafi skemmt sér vel enda um frábæran flutning að ræða hjá þeim stöllum.  Hér fylgja myndir af  tónleikunum:

Diddú og Anna Guðný

Diddú ásamt tveimur nemendum grunnskólans

Krakkarnir sátu dolfallnir og hlustuðu