Í gær, miðvikudaginn 29. nóvember, komu tónlistarmenn í heimsókn í til Grundarfjarðar og spiluðu í félagsmiðstöðinni Eden í tengslum við verkefnið „Tónlist fyrir alla“. Þar var fremstur í flokki Björn Thoroddsen. Fluttar voru útsetningar Björns á sálmum Martins Lúthers fyrir djasstríó, en tríóið skipa auk hans, þeir Jóhann Ásmundsson (Mezzoforte) á rafbassa og Benedikt Brynleifsson (Hljómsv. Björgvins Halldóssonar) á trommur og slagverk. Sýndir voru meistarataktar og höfðu bæði nemendur og starfsfólk grunnskólans mikið gaman af.