Grunnskólinn í Grundarfirði tók þátt í verkefninu Tónlist fyrir alla þetta skólaár. Yfirheiti dagskrárinnar var Tvær flautur og gítar sem í eru þrír tónlistamenn, Guðrún S. Birgisdóttir, flauta, Martial Nardeau, flauta og Pétur Jónasson, gítar. Kynntu þau fyrir okkur ýmiskonar hljóðfæri og flotta tónlist. Efnisdagskráin spannar helstu tímabil tónlistarsögunnar - frá barokktónlist og spænskri gítartónlist til íslenskrar nútímatónlistar og popptónlistar. Lögðu þau áherslu á að kynna hljóðfærin í öllum sínum fjölbreytileika s.s. pikkoló-, barokk- og þverflautur, klassískan- og rafmagnsgítar. Nemendur voru fræddir um tónlistina sem flutt var og náðu tónlistarmennirnir vel til þeirra með ýmsum leiðum, s.s. með áhugaverðum sögum um hljóðfærin, myndbandi á Youtube og mismunandi tegundum tónlistarinnar. Frábær skemmtun