Í vetur hafa 6 nemendur Tónlistarskóla Grundarfjarðar æft með lúðrasveitum í Stykkishólmi; Gemlingasveit og Stóra Lúðró. 

Í gær, sumardaginn fyrsta, fengum við að heyra afrakstur vetrarins á glæsilegum afmælistónleikum í Stykkishólmskirkju í tilefni af 80 ára afmæli lúðrasveitar Stykkishólms. 

Um leið og við þökkum þeim gott samstarf óskum við þeim innilega til hamingju með stórafmælið.