Innritun fyrir skólaárið 2014-2015 fer fram dagana 05. - 23.maí 2014.

Nemendur tónlistarskólans og grunnskólans hafa nú þegar fengið afhent umsóknareyðublöð en einnig má nálgast eyðublöðin í tónlistarskólanum og hjá ritara grunnskólans.

Vinsamlegast skilið umsóknum til bekkjakennara í grunnskóla eða í tónlistarskólann fyrir 23.maí n.k.

 

Vakin er athygli á því að nemendur sem eru að klára 2.bekk grunnskólans nú í vor eiga kost á því að hefja hljóðfæranám næsta haust.

 

Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu tónlistarskólans: mundsson.wix.com/tono

 

 

Nánari upplýsingar eru veittar í tónlistarskólanum í síma: 430-8560.

Þórður Guðmundsson skólastjóri.