Hjá tónlistarskólanum er mikið að gerast á næstunni og nú er í gangi miðvetrarmat.

Í febrúar er svo þemavika og verður þemað að þessu sinni afrísk tónlist, síðan í lok febrúar verður skólamót tónlistarskólanna á vesturlandi, þar sem að Akranes, Borgarnes, Ólafsvík, Grundarfjörður Stykkishólmur og Búðardalur koma saman og kallast mótið „TónVest“. Mótið verður haldið í Stykkishólmi þetta árið og eru um það bil 10-12 nemendur frá tónlistarskólanum á Grundarfirði taka þátt.