Ráðið hefur verið í allar stöður í Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Þórður Guðmundsson, sem ráðinn var skólastjóri í námsleyfi Friðriks Vignis, mun sjá um kennslu á píanó, hljómborð og bassa. Aðrir kennarar eru Ari Einarsson sem sér um gítarkennslu og Baldur Orri Rafnson sem kennir á slagverk og tónfræði auk þess að deila forskólakennslu með Arnhildi Þórhallsdóttur.

Kennsla hefst mánudaginn 12. september nk.

Nemendur blásturshljóðfæra verða því miður að sýna nokkra biðlund, en búið er að ráða rússneska konu til þeirrar kennslu. Beðið er afgreiðslu Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar á leyfum fyrir hana.