Húsfyllir var í gær á opnunarviðburði Rökkurdaga í Samkomuhúsi Grundarfjarðarbæjar. Tónlistarskólinn hélt glæsilega veislu þar sem ljúfir tónar voru í boði ásamt leiksýningu og veglegu kaffihlaðborði.

Flutt var fjölbreytt dagskrá með söng og hljóðfæraleik. Einnig er kröftugur hópur að endurvekja Leikklúbb Grundarfjarðar, sem sýndi leikþátt um Hans klaufa við góðar undirtektir.

Gestir skemmtu sér konunglega og héldu mettir og sælir heim að loknum tónleikum.