Í vetur hafa nemendur í 7. – 10. bekk grunnskólans unnið verkefni á landsvísu sem heitir Sköpunargleði – Heimabyggðin mín: Nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Markmið verkefnisins var að hvetja ungt fólk til að hugsa um heimabyggð sína út frá þeim tækifærum sem þar bjóðast, auk þess að vera um leið þroskandi og skemmtileg viðbót við hefðbundið skólanám.

Þær María Margrét Káradóttir og Tanja Lilja Jónsdóttir í 7. bekk hlutu verðlaun fyrir sínar ritgerðir og tóku á móti þeim við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík um nýliðina helgi.

Grundarfjarðarbær óskar Maríu Margréti, Tönju Lilju og umsjónakennara þeirra, Unni Birnu Þórhallsdóttur, hjartanlega til hamingju með verðlaunin.