Í gær kom í fyrsta skipti til heimahafnar báturinn Jakob Einar SH 101. Báturinn er í eigu Sigurjóns Fannars Jakobssonar. Fyrr í sumar bættist báturinn Sproti SH 51 einnig í flotann. Hann er í eigu Freys Jónssonar. Jakob Einar og Sproti eru báðir gerðir út á kuðungsveiðar. Aflinn er verkaður hjá Sægarpi ehf. hér í Grundarfirði.

Grundarfjarðarbær óskar eigendum og áhöfn bátanna innilega til hamingju!

Jakob Einar SH 101
Sproti SH 51