- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í byrjun desember tók nýr skrifstofustjóri, Indriði Indriðason, til starfa á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar. Indriði er viðskiptafræðingur og tók við starfinu af Birni Steinari Pálmasyni sem sinnt hefur starfinu síðan 1. maí 2003. Í dag, 28. desember, hóf Andrés B. Guðnason, viðskiptafræðingur, störf sem aðalbókari/ritari á bæjarskrifstofunni. Hann tekur við af Helgu Hjálmrós Bjarnadóttur sem sinnt hefur starfinu síðan í maí 2004 og lætur af störfum þann 1. mars nk.
Þeir Indriði og Andrés eru boðnir velkomnir til starfa hjá Grundarfjarðarbæ.